Fréttir

Styrkveiting frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja

Þann 22. janúar 2019 var tilkynnt hvaða verkefni hlytu styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja og var Lubbi Peace – Rými til að skapa eitt af þeim verkefnum.

Það þarf ekki að fjölyrða um það hversu mikil lyftistöng og innspýting svona styrkur er fyrir verkefni af þessu tagi. Það getur verið þungt í vöfum að byrja en stuðningur sem þessi er ómetanlegur og mikill í hvati við alla uppbyggingu.

Það er skemmst frá því að segja að verkefninu miðar vel áfram, húsnæðið er alveg að verða tilbúið og hægt er að taka við bókunum í hljóðverstíma. Allar bókanir fara fram í gegnum netfangið lubbipeace@gmail.com

Mynd frá styrkveitingunni tekin af heimasíðu Heklunnar

Brot úr umsókn:

,,Verkefnið stuðlar að nýsköpun og atvinnuþróun í skapandi greinum, sér í lagi sem snýr að
hljóðversvinnu. Möguleiki getur verið fyrir einstaklinga að stíga sín fyrstu skref í að skapa sér starfsvettvang á sínu sviði. Má þar nefna uppgang hlaðvarps eða sjálfstæðrar þáttagerðar, gerð tónlistar, kvikmyndagerð og áfram mætti telja. Þannig skapast þekkingarbrunnur og listamenn geta nýtt sér aðstöðu, samvinnu og þekkingu. Engin slík aðstaða er til staðar á Suðurnesjum og skapar það atvinnutækifæri í skapandi greinum. Verkefnið hefur jákvæð samfélagsleg áhrif og eflir samstarf á sviði menningar og ferðaþjónustu.
Ávinningur verkefnisins er sá að styrkja við og efla skapandi einstaklinga í samfélaginu og hefur verkefnið því efnahagslegan og samfélagslegan ávinning. Það býður listamönnum aðstöðu sem ekki er fyrir hendi og ýtir undir framleiðslu og störf í skapandi greinum en þar eru mörg tækifæri. Meðal listamanna má nefna rithöfunda, tónlistarmenn, þáttagerðarmenn,
heimildarmyndagerðarmenn, kvikmyndagerðarmenn svo eitthvað sé nefnt. Þannig er flóra
atvinnutækifæra á svæðinu aukin sem gefur möguleika á nýjum störfum.
Með útleigu á vinnuaðstöðu, aðgangi að tækjum, tólum og þekkingu tæknimanns er hægt að reka slíkt samvinnurými ef ákveðnum fjölda er náð..
Nokkur rými af þessu tagi eru starfrækt um landið en með mismunandi áherslum t.d. með áherslu á handverk og tækjabúnað til þess. Má þá nefna
Kaktus listamannarými á Akureyri en þar samnýta myndlistarmenn vinnuaðstöðu og bjóða utanaðkomandi listamönnum aðstöðu og sýningarrými.

%d bloggers like this: