Skapandi skjól

Í gamla bænum í Keflavík er starfrækt lítið stúdíó, Lubbi Peace,  þar sem er hægt að taka upp hljóð, halda námskeið, iðka jóga, skrifa bækur eða annað.

Nú er hægt að leigja íbúð og fá aðgang að rýminu samtímis.

Íbúð: 2 herbergja íbúð í kjallara reisulegs bárujárnshúss í elsta hluta Keflavíkur. Stutt er í alla þjónustu og frábæra veitingastaði. Í íbúðinni er herbergi með  tvíbreiðu rúmi og fataskáp. Í stofunni er sjónvarp og svefnsófi sem rúmar tvo. Eldhúsið er fullbúið fyrir 4 einstaklinga. Baðherbergið er með sturtu og innaf því er þvottahús með þvottavél og þurrkara. Athugið að sængurver og handklæði fylgja.

Lubbi Peace: Ca 30 fermetra rými þar sem er ýmist hægt að setja upp borð fyrir allt að 13 manns eða hafa jógadýnur fyrir 8-9 manns. Stúdíóklefi þar sem er hægt að taka upp söng, lestur, viðtöl, hljóðfæri og tónlist. Hægt er að leigja trommusett, gítar, bassa og míkrófóna. 

Tími í stúdíóinu er í samráði við eigendur hverju sinni. Hægt er að panta tíma með hljóðmanni eftir klukkan 16.00 á virkum dögum og um helgar. Tímaverðið er 13.516 m.vsk. 

Einnig er hægt er að fá jógakennara með salnum, boðið er upp á Hatha jóga, Jóga nidra, Gong slökun, Hugleiðslu og Parajóga.

Verð:

Helgi – 2 nætur 

Fyrir einstakling: 25 þúsund

Fyrir tvo einstaklinga: 40 þúsund

Fyrir þrjá einstaklinga: 55 þúsund

Fyrir fjóra einstaklinga: 70 þúsund

Vika – 6 nætur

Fyrir einstakling: 50 þúsund

Fyrir tvo einstaklinga: 80 þúsund

Fyrir þrjá einstaklinga: 110 þúsund

Fyrir fjóra einstaklinga: 140 þúsund

Allar nánari upplýsingar og bókanir fara fram í gegnum netfangið lubbi@lubbipeace.com eða með því að hringja í síma 661-8549

%d bloggers like this: