Stúdíó

Stúdíó Lubbi Peace hefur verið starfrækt með einum eða öðrum hætti í um 20 ár, þó mest sem æfingarhúsnæði og athvarf til tónlistarsköpunar.

Í dag er Ingi Þór Ingibergsson, eigandi og hljóðmaður, í brúnni. Hér er hægt að koma og taka upp tónlist en á staðnum er trommusett, gítar, bassi, margskonar áslátturshljóðfæri og að sjálfsögðu afbragðs míkrófónar.

Í Stúdíó Lubba er hægt að taka upp hljóðbækur og hafa nokkrar verið teknar upp hér. Má þar nefna KynVera eftir Siggu Dögg og Á Heimsenda eftir Dagnýju Maggýjar.

Hér leggjum við ríka áherslu á hlaðvarps upptökur (Podcast) og veitum ráðgjöf varðandi uppbyggingu, útgáfu, miðlun og dreifingu.

Hlaðvörp tekin upp og/eða hljóðblönduð í Stúdíó Lubba

%d bloggers like this: