Hvað er Lubbi Peace?

Lubbi Peace er bakhús í Keflavík sem hjónin Ingi Þór og Anna Margrét eiga. Þetta er ekkert venjulegt bakhús því þar gerast galdrar þegar saman koma skapandi einstaklingar og búa til tónlist, skrif og skraf.

Í Lubba Peace gefst einstaklingum tækifæri til að vinna í skapandi rými; hvort sem er við skriftir, lagasmíðar, upptökur eða við annars konar skapandi vinnu.

Í Lubba Peace er fullbúið stúdíó til tónlistarupptöku en einnig vinnuaðstaða í skapandi rými. Þar er hægt að taka upp podcost/hlaðvarp, vinna hljóðbækur, útvarpsþætti og fleira.

Það er lítið mál að bóka tíma, það getur haft samband í gegnum netfangið lubbipeace@gmail.com eða sent okkur línu á facebook eða Instagram.

Sett verður upp skapandi vinnurými þar sem listamenn og skapandi einstaklingar geta leigt vinnuaðstöðu gegn vægu gjaldi. Þannig er skapað samfélags drífandi fólks og einyrkja sem deila vinnurými og styðja hvort annað.

Í Lubba Peace verður lagt upp með notalegt andrúmsloft þar sem sköpun, virðing og kærleikur verða í forgrunni. Öll neysla vímuefna verður óheimil í húsnæðinu. Rýmið mun henta bæði innlendum og erlendum einstaklingum sem vilja fá næði og rými til skapandi vinnu.

Í húsnæðinu verður fullbúið stúdíó þar sem hægt verður að leigja tíma s.s. í upptöku á hljóðvarpi, hljóðbók og aðra talsetningu s.s. fyrir kvikmyndir og sjónvarp og fylgir með tæknimaður með mikla reynslu. Þá mun rýmið sjálft taka að sér útgáfu á völdum verkum.

Hægt verður að leigja aðstöðu í rýminu í áskrift en einnig verður hægt að kaupa staka tíma eftir hentugleika.

Í Lubba Peace er einnig möguleiki fyrir hópa með allt að 8-15 til að sækja námskeið, halda fundi eða vinna í hvers konar hópavinnu.

Fólkið á bakvið Lubba Peace

Anna Margrét og Ingi Þór

Ingi Þór er hljóðmaður og starfar sem kerfisstjóri hjá Reykjanesbæ. Hann hefur áður starfað sem tækni- og sviðsstjóri Hljómahallar, tæknimaður hjá RÚV og tekið upp plötur með ýmsum hljómsveitum og listamönnum. Ingi Þór getur veitt faglega aðstoð og stýrt upptökum og útsetningum.

Anna Margrét hefur margvíslega/fjölbreytta reynslu og menntun í farteskinu. Hún er með BA próf í nútímafræði með áherslu á fjölmiðlafræði, diplómanám í kennsluréttindum og vefstjórnun og einnig er hún menntaður jógakennari. Anna Margrét hefur m.a. sinnt starfi verkefnastjóra Bókasafns Reykjanesbæjar, unnið við kennslu og kynningarmál en í dag vinnur hún hjá Lubba Peace sem framkvæmdarstýra . Anna Margrét getur liðsinnt hópum, veitt utanumhald og faglega ráðgjöf við miðlun efnis.

Hjónin eru vön því að vinna saman en ástin kviknaði einmitt þegar þau störfuðu hjá RÚV. Síðan þá hafa þau eignast 3 börn, gert upp tvö hús, verið í þættinum Gulli byggir á stöð 2 með annað þeirra, og unnið saman í Hljómahöll um tíma.

%d bloggers like this: