Námskeið

Dagana 16. – 18. ágúst kemur rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir til okkar í Lubba Peace. Mun hún halda utan um námskeið í skapandi skrifum þar sem verður farið í ritunaræfingar af ýmsum toga. Námskeiðið er tilvalið fyrir einstaklinga sem ganga með sögur eða ljóð í maganum, þá sem vilja auka færni sína í skapandi skrifum eða hreinlega komast af stað.

Vigdísi þarf vart að kynna en hún hefur gefið út fjöldamargar bækur og skipað sér sess sem einn af fremstu rithöfundum landsins, þó víðar væri leitað. Bækur eftir hana eru m.a. Kaldaljós, Ég heiti Ísbjörg ég er ljón, Grandavegur 7 og Dísusaga.

Einungis sex komast að á námskeiðið og við hvetjum því áhugasama að festa pláss sem fyrst.

Kennsla:
Föstudagur: 13 – 22
Laugardagur: 09 – 21
Sunnudagur: 09 – 21

Kvöldverður á föstudeginum er innifalinn í verði, hádegisverður laugardag og sunnudag, kaffi og hressing alla dagana.
Einnig fá þátttakendur bækur til að skrifa í og skriffæri.

Verð: 80.000
Staðfestingargjald: 30.000 sem þarf að greiða fyrir 15. júlí. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.

Námskeið og fræðsla

Stefnt er að því að bjóða upp á fræðslu/námskeið í Lubba Peace og það fyrsta verður mjög áhugavert en tilkynnt síðar 🙂

Hefur þú hugmynd að námskeiði eða fræðslu? Sendu okkur línu á netfangið lubbipeace@gmail.com

%d bloggers like this: